Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Primula glutinosa
Ćttkvísl   Primula
     
Nafn   glutinosa
     
Höfundur   Wulfen
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kvođulykill
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hreinblár, bláfjólublár eđa stokkrósableikur.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hćđ   10 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Ţykkir, marggreindir jarđstönglar. Grćnu hlutar plöntunnar ţaktir fjölmörgum, stuttum kirtilhárum. Öll plantan meira og minna límug.
     
Lýsing   Blöđin stinn, matt-gljáandi međ brjósk á sagtenntum jöđrum. Lauf allt ađ 6 sm löng, 1 sm breiđ, öfuglensulaga til mjó-aftlöng. Blómin fjölmörg, umlukt breiđum blöđum, 2-8 blóm í sveip. Stođblöđ 4-12 mm breiđ egglaga til aflöng. Blómleggir allt ađ 2 mm. Blóm um 2 sm í ţvermál, blómlitur breytilegur, hreinblár, bláfjólublár eđa stokkrósableikur. Hvítblóma form eru einnig til. Blóm ilmsterk.
     
Heimkynni   A Alpar, M Balkanskagi (fjöll).
     
Jarđvegur   Rakur, leirkenndur, fremur ófrjór.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1,2, 12
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í kanta, í ker.
     
Reynsla   Lítt reynd, er í uppeldi sem stendur. Hefur snjóskýli ađ vetri í sínum náttúrulegu heimkynnum.
     
Yrki og undirteg.   Kvođulykill (Primula glitinosa) er sú tegund ţessarar deildar sem erfiđast er ađ rćkta, lík í rćktun og deslykill (P. deorum) og alpalykill (P. integrifolium).
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is