Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing) Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.
Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
|
Ættkvísl |
|
Penstemon |
|
|
|
Nafn |
|
glaber |
|
|
|
Höfundur |
|
Pursh |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Gljágríma |
|
|
|
Ætt |
|
Grímublómaætt (Scrophulariaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Djúpblár til indígóblár, fölblár til hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
50-65 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurt með greinóttan trékenndan stöngulstofn, stönglar 50-65 sm háir, einn eða margir, uppréttir, hárlausir. Grunnlauf lensulaga eða öfugegglaga, minni en stöngullaufin eða engin. Stöngullauf 3-12 x 1-3 sm, bandlensulaga til öfugegglaga, legglaus, til breiðgreipfætt. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómskipunin lík klasa, samþjöppuð, hliðsveigð, 10-25 sm. Bikar 2-4 mm, flipar egglaga, breið-kringluleitir til stutt-oddregnir í oddinn. jaðrar með breiðan himifald og trosnaðir. Króna 2,5-3,5 sm, bakhluti djúpblár til indigóblár sjaldan bleikur, framhluti fölblár til hvítur, með brúnrauð hunangsbletti innan, hárlaus innan, gin í meðalagi útflatt, flipar á efri vör framstæðir, flipar á neðri vör útstæðir til aftursveigð. Gervifræflar ná ekki fram úr gininu eða aðeins lítið eitt, oddur hárlaus eða lítið eitt föl gulhærð. Aldin 10-15 mm. |
|
|
|
Heimkynni |
|
N Ameríka (Wyoming). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalfrjór, vel framræstur, meðalvökvun. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
3 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, skipting. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í beð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Er ekki í Lystigarðinum 2015. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|