Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Paeonia lactiflora 'Festiva Maxima'
Ættkvísl   Paeonia
     
Nafn   lactiflora
     
Höfundur   Pall.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Festiva Maxima'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Silkibóndarós
     
Ætt   Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur-gulhvítur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   45-60 sm
     
Vaxtarhraði   Meðalhraðvaxta.
     
 
Silkibóndarós
Vaxtarlag   Uppréttir fremur stinnir stönglar, þarf uppbindingu.
     
Lýsing   Fjölæringur, 45-60 sm hár og 60-90 sm breiður. Fíngerð hreinhvít, ilmandi, fyllt blóm, stundum með rauða bletti við grunn innstu krónublaðanna. Blómin eru stór, oft meira en 20 sm breið. Laufið milligrænt, mikið skipt.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, rakaheldinn, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1, http://www.wordsendgarden.co.uk, http://www.davesgarden.com, http://www.crocus.co.dk
     
Fjölgun   Fjölgað með því að skipta rótarhnýði. Skipting að hausti.
     
Notkun/nytjar   Skrautblómabeð, stakstæð. Eitt vinsælasta, gamla bóndarósaryrkið, með mikinn rósailm. Gróðursetjið bóndarósina við stíg eða inngang þar sem hægt er að njóta ilmsins. Sníðið dauðu blómin af að blómgun lokinni. Bætið áburði sem leysist hægt upp ofan á moldina kring um plöntuna snemma vors, t. d. moltu, safnhaugamold eða gamlan húsdýraáburð. Sveppasjúkdómar geta komið upp í svölu, röku veðri að vorinu. Sníðið þess vegna alla skemmda hluta af plöntunni og úðið það sem eftir stendur með sveppalyfi. Meðalvökvun, vökvið reglulega, ofvökvið ekki.
     
Reynsla   Tvær plöntur voru keyptar í Lystigarðinn 1995, gróðursettar í beð sama ár og fluttar í annað beð 1990. Báðar þrífast vel og blómstra. Harðgerð, góð til afskurðar.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Viðurkenning: RHS 'Award of Garden Merit'.
     
Silkibóndarós
Silkibóndarós
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is