Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Nemophila menziesii
Ættkvísl   Nemophila
     
Nafn   menziesii
     
Höfundur   Hook. & Arn.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Garðasnót, vinablóm
     
Ætt   Hunangsjurtaætt (Hydrophyllaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Einær jurt.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Himinblár til hvítur.
     
Blómgunartími   Júní til september.
     
Hæð   - 12-130 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Allt að 12 sm há jurt, mjúkhærð. Lauf 3,5-6 sm, 9-11 flipa, sjaldan heilrend.
     
Lýsing   Blómstönglar allt að 30 sm háir, útbreiddir og jarðlægir, sljókantaðir. Blóm allt að 4 sm í þvermál, stök með langan legg, axlastæð. Krónublöð breið öfugegglaga, bogadregin, útstæð, litir mjög breytilegir, hvít til himinblá, oft með hvítan eða gulan blett í miðju eða dökkblá-blettótt eða purpura-svört.
     
Heimkynni   Kalifornía.
     
Jarðvegur   Frjór, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 1,
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í kanta, í ker, sem þekjuplanta.
     
Reynsla   Sumarblóm sem þríst vel. Stundum í ræktun í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.   Ýmis yrki eru til, svo sem: -- 'Alba' með hvít blóm með svarta miðju, 'Crambeoides' með föl blá blóm og purpura æðar en ekki með bletti, 'Coelestis , blómin himinblá með hvíta jaðra, 'Grandiflora' blómin fölblá með hvíta miðju, 'Insignis' blómin eru hreinblá, 'Marginata' bómin hvít með bláa jaðra, 'Occulata' blómin fölblá með purpurasvart auga, 'Purpurea Rosea' blómin purpurableik. ----v. atromaria (Fisch & C.A.Mey.) Chandl. er með hvít blóm með svartpurpura doppur, ---- v. discoidalis (Lem.) Voss. Blómin kopar-purpura með hvíta jaðra.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is