Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Nemesia strumosa
Ættkvísl   Nemesia
     
Nafn   strumosa
     
Höfundur   Benth. in Hook.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fiðrildablóm
     
Ætt   Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Einær jurt.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Gulur, purpura, hvítur.
     
Blómgunartími   Júní-september.
     
Hæð   15-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Einær jurt, 15-60 sm há, upprétt, hárlaus neðan, dálítið kirtil-langhærð ofan. Stönglar ferhyrndir, greinast frá grunni, laufóttir að minnsta korti neðantil. Lauf allt að 7,5 sm, öfuglensulaga-spaðalaga, heilrend eða tennt. Stöngullauf legglaus, verða lensulaga og bandlaga, orðin svo lítil sem 1,5 sm efst.
     
Lýsing   Blómskipunin 5-10 sm, þéttur hálfsveipur, lengist við aldinþroskann. Blómleggir allt að 4 sm, bikarflipar 4-6 mm, bandlaga, langhærðir. Krónan í ýmsum litum, gul eða purpura til hvít oft með purpura æðar, gin gult með dekkri bletti. Efri vörin 6-9 x 16-24 mm, neðri vörin 2-3 sm breið, sýld, með skegg innan. Aldin hnöttótt, 8-12 mm, fræ fjölmörg, hnúskótt, með vængi.
     
Heimkynni   S Afríka.
     
Jarðvegur   Frjór, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   9
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning. Forræktað sem sumarblóm.
     
Notkun/nytjar   Í sumarblómabeð, í kanta. Vökvið eftir þörfum.
     
Reynsla   Er ræktað sem sumarblóm í Lystigarðinum flest sumur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is