Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Ranunculus lyallii
Ættkvísl   Ranunculus
     
Nafn   lyallii
     
Höfundur   Hook. f.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hringasóley
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur eða rjómahvítur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   100-150 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, rætur sverara og kjötkenndar. Stöngar stinnir, greinóttir, allt að 150 sm há.
     
Lýsing   Grunnblöðin skjaldlaga, 12-30 sm á breidd, heil, bogtennt, nokkuð leðurkennd, dökkgræn, með langan legg, hárlaus eða lítt hærð á neðra borði. Stöngulblöðin svipuð en miklu minni. Blómin 5-15 í skúf, hvít, 5-8 sm í þvermál: Bikarblöðin öfugegglaga, lang- og mjúkhærð, krónublöðin 10-16, öfugegglaga-aflöng, bogadregin eða með framjöðru. Blómbotn mjúkhærður, allt að 3 sm, fræhnotir bogadregnar, öfugegglaga, mjúkhærðar, trjóna mjó.
     
Heimkynni   Nýja Sjáland.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í beð með fjölærum plöntum.
     
Reynsla   Lítt reynd enn sem komið er.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is