Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing) Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.
Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
|
Ættkvísl |
|
Erica |
|
|
|
Nafn |
|
cinerea |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Roðalyng |
|
|
|
Ætt |
|
Lyngætt (Ericaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Sígrænn runni, lágvaxinn |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól (hálfskuggi) |
|
|
|
Blómlitur |
|
Rauðir og bleikir litir, stundum hvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Síðsumars |
|
|
|
Hæð |
|
0,15-0,5 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lágvaxinn sígrænn runni, ungir árssprotar stutthærðir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lágvaxinn runni, allt að 90 sm hár. Ungir sprotar eru með stutt hár. Laufin allt að 5 mm löng, 3 saman í kransi, fljótlega í knippum, bandlaga, hárlaus, jaðrar innundnir. Blómskipunin endastæð, í klasa eða sveip. Blómin í mörgum rauðum og bleikum litum, stundum hvít. Blómleggir dúnhærðir. Bikar allt að 3 mm, hárlaus. Krónan allt að 7 mm, krukkulaga. Frjóhnappar inni í blóminu, með týtu. |
|
|
|
Heimkynni |
|
V Evrópa. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Vel framræstur, súr, sendinn, lífrænn. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://www.heathsandheathers.com |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í beð með súrum jarðvegi, í ker og í kassa. |
|
|
|
Reynsla |
|
Lítt reynd enn sem komið er. Sáð 1991, dó í sólreit 1996, ekki gróðursett í beð. Klippa eftir blómgun.
Roðalyngið er erfiðara í ræktun en aðrar klukkulyngstegundir. Verður að gróðursetja á skjólsælan stað vegna þess þurrir næðingar geta þurrkað laufin um of. Mest hætta er á að þessar plöntur drepist ef þær ofþorna áður en þær hafa komið sér nógu vel fyrir á nýja vaxtarstaðnum. Þegar plantan hefur náð góðri rótfestu vex hún vel. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Mikill fjöldi yrkja er í ræktun erlendis en af þeim var aðeins E. cinerea 'Stephen Davis' í ræktun í garðinum skamman tíma. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|