Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.
Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
|
Ættkvísl |
|
Elaeagnus |
|
|
|
Nafn |
|
angustifolia |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Roðasiflurblað |
|
|
|
Ætt |
|
Silfurblaðsætt (Elaeagnaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
E. argentea. non Pursh. E. hortensis. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní |
|
|
|
Hæð |
|
2-3 m (-7 m) |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Meðalvaxtarhraði. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Runni eða tré allt að 7 m hátt í heimkynnum sínum og álíka breitt. Krónan óregluleg eða egglaga með útstæðar greinar, gisin. Börkur dökk grábrúnn, smágreinar rauðleitar, þaktar silfurlitu hreistri, stundum með þyrna. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 4,5-9 × 1,2-2,5 sm, stakstæð, heilrend, mjó-egglaga til lensulaga, dökkgræn ofan, þakin silfurlitu hreistri neðan. Blómin 1-3 í blaðöxlum, ilmandi, bikar allt að 1 sm, trektlaga, gulur innan, að utan eru silfurlitir flipar jafnlangir trektinni. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karl- og kvenlíffæri) og eru frævuð af flugum. Aldin 1 sm, aflöng, egglaga, gulbrún, þakin silfurhreistri. |
|
|
|
Heimkynni |
|
V Asía. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, sendinn eða meðalþungur, þurr eða rakur, vex helst í vel framræstum og getur vaxið í mögrum. Sýrustig skiptir ekki máli, plantan getur vaxið við mjög basískar aðstæður og í söltum jarðvegi. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
2 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://edis.ifas.ufl.edu, http://www.pfaf.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar, haustgræðlingar, rótargræðlingar.
Fræ sem hefur verið geymt getur verið mjög lengi að spíra, það tekur oft meira en 18 mánuði. Hitameðferð í 4 vikur og 12 vikur í kulda á eftir getur hjálpað. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í limgerði, við bílastæði, til uppgræðslu, í þyrpingar, sem stakstæðir runnar, í steinhæðir, í beðjarðra. Tegundin er með rótargerla sem vinna nítur úr andrúmsloftinu, hún þolir saltúða frá hafi. Plantan þolir klippingu mjög vel, myndar mikið af nýjum sprotum þegar hún er klippt alveg niður. Lækningaplanta. |
|
|
|
Reynsla |
|
Er ekki í ræktun í Lystigarðinum (2013). Var sáð 2013. Skríður ekki, þekkist á því frá silfurblaði ásamt því að greinar eru silfurlitar og þyrnóttar og berin æt (silfurblað með brúnar greinar og þurr, mélug ber). |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|