Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing) Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.
Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
|
Ættkvísl |
|
Crataegus |
|
|
|
Nafn |
|
viridis |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Gljáþyrnir* |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Tré |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Snemmsumars |
|
|
|
Hæð |
|
5-8 m (-12 m) |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi tré, 5-8 m hátt og álíka breitt, greinar útstæðar, sprotar hárlausir, þyrnar fáir og grannir, allt að 3,5 sm langir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 2-5 sm, egglaga eða oddbaugótt, grunnur fleyglaga, jaðrar sagtenntir, stöku sinnum dálítið flipóttur, dökk glansandi græn á efra borði, hárlaus á neðra borði nema með hártoppa í öxlum æðastrengjanna. Blómin 1,5 sm í þvermál, hvít, mjög falleg, í hárlausum hálfsveipum, allt að 5 sm breiðum. Fræflar 20, frjóhnappar fölgulir, stílar 2-5. Aldin fá, 0,5-1 sm í þvermál, hnöttótt, skærrauð, standa lengi á trénu. |
|
|
|
Heimkynni |
|
A Bandaríkin. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Þurr til meðalrakur, frjór |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, http://www.missouribotanicalgarsen.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Haustsáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Stakstæð tré, í þyrpingar, í beð. Lítið, blómstrandi tré gott á grasflatir, í raðir meðfram götum eða í opnu skóglendi, stök, í litlar þyrpingar eða í skjólbelti. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1994 og gróðursett í beð 2001. Hefur reynst vel í Lystigarðinum það sem af er. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Crataegus viridis 'Winter King' er vinsælt yrki, ekki eins viðkvæmt fyrir sjúkdómum og önnur yrki, hefur m. a. vakið athygli fyrir ríkulega blómgun, stærri aldin, silfurlitan börk á stofninum og miklu fallegri haustliti (purpuralit og skarlatsrauð lauf). |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|