Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Crataegus viridis
Ættkvísl   Crataegus
     
Nafn   viridis
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gljáþyrnir*
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Tré
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Snemmsumars
     
Hæð   5-8 m (-12 m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi tré, 5-8 m hátt og álíka breitt, greinar útstæðar, sprotar hárlausir, þyrnar fáir og grannir, allt að 3,5 sm langir.
     
Lýsing   Lauf 2-5 sm, egglaga eða oddbaugótt, grunnur fleyglaga, jaðrar sagtenntir, stöku sinnum dálítið flipóttur, dökk glansandi græn á efra borði, hárlaus á neðra borði nema með hártoppa í öxlum æðastrengjanna. Blómin 1,5 sm í þvermál, hvít, mjög falleg, í hárlausum hálfsveipum, allt að 5 sm breiðum. Fræflar 20, frjóhnappar fölgulir, stílar 2-5. Aldin fá, 0,5-1 sm í þvermál, hnöttótt, skærrauð, standa lengi á trénu.
     
Heimkynni   A Bandaríkin.
     
Jarðvegur   Þurr til meðalrakur, frjór
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1, http://www.missouribotanicalgarsen.org
     
Fjölgun   Haustsáning.
     
Notkun/nytjar   Stakstæð tré, í þyrpingar, í beð. Lítið, blómstrandi tré gott á grasflatir, í raðir meðfram götum eða í opnu skóglendi, stök, í litlar þyrpingar eða í skjólbelti.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1994 og gróðursett í beð 2001. Hefur reynst vel í Lystigarðinum það sem af er.
     
Yrki og undirteg.   Crataegus viridis 'Winter King' er vinsælt yrki, ekki eins viðkvæmt fyrir sjúkdómum og önnur yrki, hefur m. a. vakið athygli fyrir ríkulega blómgun, stærri aldin, silfurlitan börk á stofninum og miklu fallegri haustliti (purpuralit og skarlatsrauð lauf).
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is