Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Corylus americana
Ættkvísl   Corylus
     
Nafn   americana
     
Höfundur   Marsh.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Runnahesli
     
Ætt   Birkiætt (Betulaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi
     
Blómlitur   Brúnn
     
Blómgunartími   Maí
     
Hæð   1 - 3 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 1-3 m hár og 3-4 m breiður. Ungir sprotar kirtildúnhærðir.
     
Lýsing   Lauf breiðegglaga, hjartalaga eða bogadregin við grunninn, stutt oddregin, 12,5 × 8 sm, hár á strjálingi á efra borði, dúnhærð neðan, óreglulega tvísagtennt, laufleggur allt að 1,5 sm, kirtildúnhærður. Karlreklar allt að 7,5 sm langir. Aldin í endastæðum hnoðum, 2-6 saman. oddvala-egglaga allt að 1,5 sm löng, dálítið hliðflöt, stoðblöð allt að 2,5 sm, dúnhærð, skörðótt. Blómin eru einkynja (einstök blóm eru annað hvort karlkyns eða kvenkyns, en bæði kynin er að finna á sömu plöntunni), frævuð af vindinum. Plantan er sjálffrjóvgandi. Gulir og appelsínugulir haustlitir.
     
Heimkynni   A N-Ameríka (Maine til Georgia, vestur að Saskatchewan og Oklahoma).
     
Jarðvegur   Vel framræstur, sendinn, sendinn-leirblandaður, meðalfrjór. Sýrustig skiptir ekki máli og plantan vex vel í basískum jarðvegi.
     
Sjúkdómar   Laus við skordýraplágur og sjúkdóma.
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, http://edis.ifas.ufl.edu, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeð, þyrpingar.
     
Reynsla   Er ekki til í Lystigarðinum 2013, hefur verið sáð en ekki nýlega. Ætti að geta þrifist hér.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is