Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Cotoneaster ambiguus
Ćttkvísl   Cotoneaster
     
Nafn   ambiguus
     
Höfundur   Rehd. & Wils.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Surtarmispill
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae)
     
Samheiti   Cotoneaster acutifolius Turcz. v. ambiguus (Rehder & E. H. Wilson) Hurusawa; C. pseudoambiguus J. Fryer & B. Hylmö.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól til hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur međ bleikleita slikju.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hćđ   1-2 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Surtarmispill
Vaxtarlag   Lauffellandi runni allt ađ 2 m hár, líkur broddmispli (C. acutifolius). Smágreinar rauđbrúnar eđa grábrúnar, grannar, stinnhćrđar, nćstum hárlausar ţegar ţćr eru orđnar gamlar. Laufleggur 2-5 mm, langhćrđir, axlablöđ oftast skammć, lensulaga eđa band-lensulaga, langhćrđ.
     
Lýsing   Laufblađkan oddbaugótt-egglaga til tígul-egglaga, 2,5-6 × 1,5-3 sm, dúnhćrđ á neđra borđi í fyrstu, verđur hárlaus, langhćrđ á efra borđi, verđur fljótt hárlaus, grunnur breiđfleyglaga, langydd eđa ydd efst. Hálfsveipir 1,5-3,6 sm, međ 5-10 blóm, blómskipunarleggir og blómleggir langhćrđir, stođblöđ skammć, lensulaga eđa bandlaga, 2-3 mm, langhćrđ. Blómleggir 4-6 mm. Blómin 7-8 mm í ţvermál. Blómbotninn langhćrđur á ytra borđi í fyrstu, verđur hárlaus eđa nćstum hárlaus. Bikarblöđ ţríhyrnd, 1-1,5 × 2-2,5 mm, ydd. Krónublöđ upprétt, hvít međ bleikleita slikju, breiđ-egglaga eđa nćstum kringlótt, 3-4 mm og um ţađ bil jafn breiđ, grunnur međ stutta nögl, snubbótt eđa trosnuđ. Frćflar 20, ögn styttri en krónublöđin. Eggleg ţétt langhćrđ efst, stílar 2-5, ekki samvaxnir, stundum ekki lengri en frćflarnir. Aldin svört, glansandi, eggvala eđa nćstum hnöttótt, 8-10 × 6-7 mm, langhćrđ efst. Kjarnarnir/frćin 2 eđa 3, sjaldan 4 eđa 5. Aldin í september-október.
     
Heimkynni   Kína (Gansu, Guizhou, Hubei, Ningxia, Shaanxi, Sichuan, Yunnan).
     
Jarđvegur   Sendinn, grýttur,vel framrćstur en međalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1, www.eFloras.org Flora of China, http://en.hortipedia.com
     
Fjölgun   Sumargrćđlingar, haustsáning.
     
Notkun/nytjar   Í limgerđi, sem stakstćđur runni, í ţyrpingar, í blönduđ beđ.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er ein ađfengin planta sem gróđursett var í beđ 1993, falleg planta sem kól dálítiđ allra fyrstu árin. Harđgerđur og hefur reynst vel í Lystigarđinum, bráđfallegur runni. (A4-C27)
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla   Vex í fjallahéruđum, hálf skóglausum brekkum, skógum međ strjál tré, skógarjöđrum í 1800-3000 m h. y. s. Ţolir frost allt ađ -23,3 °C.
     
Surtarmispill
Surtarmispill
Surtarmispill
Surtarmispill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is