Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Chamaecyparis lawsoniana
Ættkvísl   Chamaecyparis
     
Nafn   lawsoniana
     
Höfundur   (Murray) Parl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fagursýprus (slútsýprus)
     
Ætt   Sýprisætt (Cupressaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni - lítið tré.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Fagurrauður.
     
Blómgunartími   Snemma vors.
     
Hæð   2-5 m (-40 m í heimk. sínum) .
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fagursýprus (slútsýprus)
Vaxtarlag   Vex sem runni hérlendis, keilulaga á unga aldri, en súlulaga er hann eldist, stuttar, margskiptar, láréttar greinar sem eru slútandi, smágreinar flatar í einum fleti, börkur rauðbrúnn, toppsprotinn (grænn ársvöxtur) drúpandi.
     
Lýsing   Börkur rauðbrúnn með kringlóttu hreistri, smágreinar flatar, allar í sama fleti. Nálar aðlægar, ± yddar kantnálar kjalaðar, oddur ekki aðlægur, hliðarnálar ofan og neðan á greinunum miklu minni, tígullaga oft með einn kirtil, að neðan með ógreinilega hvíta línu. Könglar fjölmargir, smáir, kúlulaga, 8 mm breiðir, blágrænir í fyrstu, þroskast á fyrsta ári, síðar brúnir með 8 köngulhreistur, hvert með samanklemmdum þrymli (nabba).
     
Heimkynni   N Ameríka (SV Oregon til NV Kaliforníu, fjöll).
     
Jarðvegur   Frjór, fremur deigur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1, 7, Roloff/Bärtels 1996: Gehölze
     
Fjölgun   Sáning, haustgræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, sem stakstæður runni, í beð, undir stór tré.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1991 og önnur sem sáð var 1993, kala lítið eitt stöku ár fyrstu æviárin, annars ekkert. Þrífst vel í Lystigarðinum. Þarf góða vetrarskýlingu framan af aldri. Klippingar eiga að fara fram að sumri til á öllum sýprus tegundum.
     
Yrki og undirteg.   Yrki skipta hundruðum erlendis og fæst Þeirra hafa verið reynd hérlendis. Í garðinum eru t.d. plöntur undir: 'Compacta', 'Erecta Glaucescens', 'Fraseri', 'Glauca, Elegans', 'Glauca', 'Kelleriis', 'Lombarts Glauca', 'Lutea', 'Minima Glauca', 'Silver Queen', 'Stewartii', ´Tiomfe van Boskoop' og fleiri.
     
Útbreiðsla  
     
Fagursýprus (slútsýprus)
Fagursýprus (slútsýprus)
Fagursýprus (slútsýprus)
Fagursýprus (slútsýprus)
Fagursýprus (slútsýprus)
Fagursýprus (slútsýprus)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is