Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Acer |
|
|
|
Nafn |
|
pseudoplatanus |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Garðahlynur |
|
|
|
Ætt |
|
Hlynsætt (Aceraceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi tré. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól og skjól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur-gulgrænn. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní (eftir laufgun). |
|
|
|
Hæð |
|
8-10 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Tré með breiða hvelfda krónu, sem nær allt að 40 m hæð í heimkynnum sínum. Börkurinn flagnar af í smáum hreisturflögum. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin kringluleit með 5 flipa, 8-16 sm breið, grófgerð, gistennt, dökkgræn, gljáandi og hárlaus ofan, grágræn neðan, brún hár eru á blaðtaugum. Lauf oft dálítið rauðleit, 8-14 sm á breidd, með hjartalaga grunn. Haustlitir fallega gullgulir þegar haustið er gott. Blómin gulgræn í 8-12 sm löngum, margblóma, hangandi klösum, koma á eftir laufunum. Fræflar eru 2 × lengri en krónan og egglegið er hært. Brum ólívugræn, skástæð, oft er áberandi rauður litur á brumhlífarblöðum. Aldinið er hnot með 2 vængi. Vængir mætast yfirleitt í gleiðu horni eða eru þvert útstæðir. |
|
|
|
Heimkynni |
|
M Evrópa, SV Asía. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalrakur, frjór, framræstur, kalkríkur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
3 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, 7, http://en.wikipedia.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld. Fræ í tvívængjuðum, hárlausum hnotum. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Stakstæð eða í horn á blönduðu beði (þarf mikið rými). |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur þar sem lítið er vitað um upprunann og þær hafa verið gróðursettar á ýmsum tímum frá ca 1956 til 2011. Þær hafa kalið mismikið/mislítið gegnum árim.
Meðalharðgert tré sem á erfitt uppdráttar fyrstu 10 árin. Garðahlynur verður gamall. Þarf langt og milt haust. Blæðir mikið eftir klippingu og því er best að klippa og snyrta krónu að sumri eða hausti. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Mörg yrki eru til t. d. 'Atropurpureum' með purpuralit blöð á neðra borði Krüssm. um 57 stk. (nb.! þá yfirleitt fjölgað með ágræðslu). |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|