Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Tulipa humilis
Ættkvísl   Tulipa
     
Nafn   humilis
     
Höfundur   Herb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjólutúlípani
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Laukur.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Fölbleikur með gula miðju.
     
Blómgunartími   Apríl-maí.
     
Hæð   20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fjólutúlípani
Vaxtarlag   Mjög breytileg tegund. Laukar 1-2 sm í þvermál, egglaga, laukhýði brúnt með gula eða rauða slikju, ögn hært á innra borði við grunn og efst.
     
Lýsing   Blómstönglar 20 sm háir, 1-3. Lauf 10-15 x 1 sm, 2-5 talsins, rennulaga, dálítið bláleit. Blómin stök eða allt að 3, bollalaga, mynda 'stjörnu' þegar þau springa út, fölbleik, gul í miðjunni. Blómhlífarblöð 2-5 x 1-2 sm, hvassydd, innri blómhlífarblöð lengri en þau ytri. Frjóþræðir hærðir, gulir eða purpura. Frjóhnappar gulir, frjókorn gul, blá eða græn.
     
Heimkynni   SA Tyrkland, N & V Íran, N Írak, Azerbaidjan.
     
Jarðvegur   Hlýr, léttur, frjór, sendinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Hliðarlaukar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í kanta, í steinhæðir, í skrautblómabeð.
     
Reynsla   Þrífst með ágætum í Grasagarði Reykjavíkur, er ekki í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.   'Violacea' er með djúpfjólublá blóm með gula miðju.
     
Útbreiðsla  
     
Fjólutúlípani
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is