Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Symphytum caucasicum
Ættkvísl   Symphytum
     
Nafn   caucasicum
     
Höfundur   Bieb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallavalurt
     
Ætt   Munablómaætt (Boraginaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Skærblár.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   40-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fjallavalurt
Vaxtarlag   Uppréttur fjölæringur, stinnir, marggreinóttir stönglar, 40-60 sm, vaxa upp af útbreiddum, greinóttum jarðstönglum.
     
Lýsing   Stönglar og lauf með fíngerð dúnhár. Grunnlauf í blaðhvirfingum, aflöng til egglaga, mjókka niður í vængjaða leggi og eru að mestu fallin þegar plantan blómgast. Neðri stöngullauf þverstýfð eða bogadregin við grunninn, um það bil 20 x 4-6 sm. Efri lauf egglensulaga, mjókka að grunni og eru nokkuð legghlaupin, um 15 x 0,6 sm. Blóm í pöruðum kvíslskúfum. Bikar 4-6 sm, bikarflipar ¼-1/3 af lengd bikarsins. Flipar uppréttir, breiðlandlaga, snubbóttir, stækka við fræþroskann. Króna 1,3-1,7 sm, blá, trektlaga með mjóar þríhyrndar tennur. Fræflar með frjóhnappa jafnlanga og frjóþræðirnir, ginleppar bandlaga, snubbóttir, jafnlangir og fræflarnir. Fræ(hnetur) gulhvítar, ögn hnúskóttar.
     
Heimkynni   Kákasus.
     
Jarðvegur   Djúpur, Frjór, rakur-meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting að vori eða hausti sáning að vori, rótargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Fjölær beð, í skógarbotn, undir tré og runna.
     
Reynsla   Harðgerð planta. Í E3 frá 1980.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki eru í ræktun erlendis.
     
Útbreiðsla  
     
Fjallavalurt
Fjallavalurt
Fjallavalurt
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is