Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Saxifraga juniperifolia
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   juniperifolia
     
Höfundur   Adams.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Einisteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Skærgulur.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   5-7 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Sprotar trjákenndir neðst, sívalir, mynda fremur þéttar, stinnar þúfur.
     
Lýsing   Lauf 9-13 x 1-2,5 mm, bandlaga til bandlensulaga, mjókka í stinnan odd, jaðrar smátenntir neðst, myndar lítið sem ekkert af kalkútfellingum. Blómstönglar 3-6 sm, venjulega með mjög úfin hár, með 3-8 blóm í þéttum aflöngum klasa. Krónublöð 5-9 mm, öfugegglaga, stundum mjó-öfugegglaga, gul.
     
Heimkynni   Búlgaría, NA Tyrkland, Kákasus.
     
Jarðvegur   Jafnrakur, ekki of frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í steinbeð.
     
Reynsla   Ágætis steinhæðarplanta, ef til vill kröftugri í hálfskugga mót norði eða austri. Stutt reynsla hér, í sólreit sem stendur (frá SG) en hefur reynst þokkalega harðgerð hjá öðrum ræktendum (t.d. ÓBG). Ekki í Lystigarðinum 2015.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is