Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Inula royleana
Ættkvísl   Inula
     
Nafn   royleana
     
Höfundur   DC.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallasunna
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gullgulur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   30-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fjallasunna
Vaxtarlag   Kröftug fjölær jurt, allt að 60 sm há. Stönglar oft greinóttir, greiptir, dúnhærðir eða langhærðir og kirtilhærðir.
     
Lýsing   Lauf allt að 25 × 15 sm, egglaga eða aflöng, snubbótt, smátennt, hálf-hárlaus, dúnhærð eða langhærð ofan, stundum lóhærð neðan, laufleggur langur og með væng. Karfa með geislablóm, reifar bjöllulaga, allt að 5 sm í þvermál, ytri reifablöð breið, stundum laufótt, innri mjó, langydd. Geislablóm allt að 5 sm. Aldin um 5 mm, hárlaus.
     
Heimkynni   V Himalaja.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í beð með fjölærum jurtum.
     
Reynsla   Harðgerð og lík Hlíðasunnu en enn fallegri, báðar koma frekar seint upp á vorin, einkum Fjallasunnan.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Fjallasunna
Fjallasunna
Fjallasunna
Fjallasunna
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is