Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Polygonatum x hybridum
Ættkvísl   Polygonatum
     
Nafn   x hybridum
     
Höfundur   Brügger.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Garðainnsigli
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gænhvítur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   30-100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Millistig milli foreldranna.
     
Lýsing   Blendingur salómonsinnsiglis (Polygonatum multiflorum) og ilminnsiglis (Polygonatum odoratum), gróskumeira en foreldrarnir og minnir meira á salómonsinnsigli en ilminnsigli.
     
Heimkynni   Garðablendingur
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, jafnrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting að vori eða hausti.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, í blómaengi, í beð.
     
Reynsla   Ekki í Lystigarðinum en algeng í ræktun að minnsta kosti erlendis.
     
Yrki og undirteg.   Yrkið 'Flore Pleno' er með ofkrýnd blóm, hjá 'Striatum' (Variegatum´) eru laufblöð með rjómahvítum rákum og ögn bylgjuð.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is