Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Papaver bracteatum
Ættkvísl   Papaver
     
Nafn   bracteatum
     
Höfundur   Lindl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Risasól
     
Ætt   Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Rauð með purpura blett.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   80-100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Risasól
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 100 sm há. Stönglar uppréttir, ógreindir. Grunnlauf allt að 45 sm, fjöðruð efst, fliparnir lensulaga eða aflangir, sagtenntir. Stöngullauf smá. Blómstönglar með aðlæg, hvít broddhár, stoðblöð allt að 5 sm, 2 efst neðan við blómin, djúpskert.
     
Lýsing   Blómin 10 sm í þvermál eða breiðari. Bikarblöð 2, sköruð, íhvolf, hvít ofan, græn neðan. Krónublöðin 4, öfugegglaga, rauð með purpura blett við grunninn. Frænisskífa 16-18 geisla. Aldin öfugegglaga-hnöttótt, hárlaus, bláleit.
     
Heimkynni   Kákasus, Litla Asía.
     
Jarðvegur   Sendinn, vel framræstur, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, rótargræðlingar eftir blómgun, skipting, gera það varlega en tekst þó ekki alltaf.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð, í raðir, í þyrpingar. Risavalmúarnir þurfa stuðning og gott að nota 40-50 sm net til stuðnings. Skipta fremur að hausti til eftir blómgun.
     
Reynsla   Hefur reynst vel í ræktun hérlendis. Gömul í ræktun í Lystigarðinum, þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.   'Beauty of Livermer' er mikið ræktuð hérlendis (fræekta)
     
Útbreiðsla  
     
Risasól
Risasól
Risasól
Risasól
Risasól
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is