Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Lysimachia thyrsiflora
Ættkvísl   Lysimachia
     
Nafn   thyrsiflora
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gullskúfur
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   40-70 sm
     
Vaxtarhraði   Meðalhraður.
     
 
Gullskúfur
Vaxtarlag   Fjölær jurt, venjulega hárlaus, en dúnhærð ef hún vex á þurrum stað. Stönglar allt að 70 sm háir, uppréttir.
     
Lýsing   Lauf allt að 95 x 20 mm, legglaus, lensulaga, með fjölda svartra kirtla. Blómskipunin í þéttum axlastæðum klösum, blómin 7-deild, stoðblöð allt að 5 mm, band-lensulaga, blómleggir styttri en stöðblöðin, bikar allt að 5 mm, flipar band-aflöng, króna allt að 5 mm í þvermál, gul, flipar band-lensulaga. Fræflar lengri en krónan, stíll allt að 10 mm, langær. Aldin mjög lítil.
     
Heimkynni   Evrópa.
     
Jarðvegur   Rakur, frjór.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting að vori eða hausti sáning að hausti.
     
Notkun/nytjar   Semundirgróður, í skrautblómabeð, við tjarnir.
     
Reynsla   Hefur lifað lengi í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Gullskúfur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is