Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Lilium duchartrei
Ættkvísl   Lilium
     
Nafn   duchartrei
     
Höfundur   Franch.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dröfnulilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölæringur og laukplanta.
     
Kjörlendi   Skuggsæll vaxtarstaður.
     
Blómlitur   Hvítur, blettir rauðbrúnir.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hæð   60-100 (150) sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Sveigðir stönglar, brúnskotnir, hvít hár í blaðöxlum.
     
Lýsing   Stönglar eru með stöngulrætur, 60-100 (150) sm, grænir með brúna slikju, gáróttur og með hvít hár í blaðöxlum, stönglar eru oft með renglur. Laukar skriðulir, 2,5-4 sm breiðir, hreistur hvít, oddbaugótt, ydd. Lauf 10,5×1,5 sm, dökkgræn ofan, fölgræn neðan, lensulaga, 3-5 tauga, stakstæð, legglaus, jaðrar snarpir. Blómin eru í sveip, ilma, eru allt að 12, túrbanlaga, drúpandi, blómleggir 7-15 sm, uppsveigðir. Blómhlífarblöð baksveigð, hvít-marmarahvít innan með djúppurpuralitum doppum, græn við grunninn, hvít með purpuraslikju að utan, verða rauð með aldrinum, Frjó appelsínulit. Aldin purpura, 2,5×1,5 sm. Fræ 1,8 sm.
     
Heimkynni   V Kína.
     
Jarðvegur   Frjór, vel framræstur, fremur súr.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. – third ed. London.
     
Fjölgun   Með fræi, hliðarlaukum, laukhreistrum.
     
Notkun/nytjar   Í trjáa- og runnabeð, fjölæringabeð.
     
Reynsla   Harðgerð-meðalharðgerð planta. Er ekki í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Sjaldan í ræktun. Þarf svala, rakan jarðveg á skuggsælum stað þar sem renglurnar geta vaxið. Vex á fjallaengjum á rökum, deigum eða blautum stöðum í 2400-3500 m hæð.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is