Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Jovibarba heuffelii
Ættkvísl   Jovibarba
     
Nafn   heuffelii
     
Höfundur   (Schott.) Löve & D. Löve.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ljósahnyðri
     
Ætt   Hnoðraætt (Crassulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fölgulur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   10-20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Ljósahnyðri
Vaxtarlag   Blaðhvirfingar 3-7 sm í þvermál, flatar, opnar. Laufin 30-40 í hverri blaðhvirfingu, misstór, flöt ofan, kúpt neðan, græn eða bláleit, stundum með brúna enda, fínhærð.
     
Lýsing   Stöngullauf lykja um stöngulinn, lensulaga, efri hlutinn með purpura slikju. Blómskipunin þétt, flöt, 5 sm í þvermál, blómin mjó, 12-15 mm breið, bikarblöð 6-7, kirtilhærð, krónublöð 6-7, upprétt, fölgul eða gulhvít, 10-12 mm, öfugegglaga-aflöng.
     
Heimkynni   A Karpatafjöll, Balkanskagi.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta.
     
Reynsla   Meðalharðgerð jurt, blaðhvirfingin deyr að blómgun lokinni.
     
Yrki og undirteg.   Til eru yfir 100 nefnd yrki.
     
Útbreiðsla  
     
Ljósahnyðri
Ljósahnyðri
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is