Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Echinops ruthenicus
Ættkvísl   Echinops
     
Nafn   ruthenicus
     
Höfundur   Bieb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gljáþyrnikollur
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti   Echinops ritro L. non hort. ssp. ruthenicus (Bieb.) Nyman.
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Blár-djúpblár.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   20-90 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, 20-90 sm há. Stönglar ógreindir eða lítið eitt greindir, þétt hvít-ullhærðir, grunnur þakinn leifum gamalla laufa.
     
Lýsing   Laufin dökk græn og hárlaus ofan, þétt hvít-ullhærð neðan, jaðrar innundnir, með stutta og fáa þyrna. Grunnlauf allt að 45 x 20 sm, öfuglensulaga til oddbaugótt, fara minnkandi upp eftir stönglinum. Körfur 1-8, allt að 4,5 sm í þvermál, blá, reifar 10-20 m, ytri þornhár ¼ til ¾ af lengd reifanna. Reifablöð 18-22, grunnur dökkur, þríhyrnd, randhærð. Smáblómin djúpblá. Þornhár svifkransins samvaxin á stuttum kafla.
     
Heimkynni   SA Evrópa & S Rússland - A Kína
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í skrautblómabeð, í þyrpingar, í þurrblómaskreytingar.
     
Reynsla   Harðgerð og auðræktuð tegund (Echinops ritro ssp. ruthenicus í HS).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is