Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Draba aurea
Ættkvísl   Draba
     
Nafn   aurea
     
Höfundur   Vahl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gullvorblóm
     
Ætt   Krossblómaætt (Brassicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   fjölær
     
Kjörlendi   sól
     
Blómlitur   gulur
     
Blómgunartími   maí
     
Hæð   0.1-0.2m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Gullvorblóm
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 20 sm há. Laufin öfuglensulaga-spaðalaga, ydd, dúnhærð, oft rauðleit neðantil, heilrend-tennt. Blómstönglar háir, ógreindir eða greindir, með lauf.
     
Lýsing   Blómin í þéttum klasa. Krónublöð gul. Aldin aflöng-lensulaga oft undin/snúin, hærð. Stíll 0,5-1,5 mm. Mjög breytileg planta.
     
Heimkynni   Grænland, Alaska.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, framræstur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur.
     
Reynsla   Hefur verið lengi til í Lystigainum, heldur sér við með sáningu.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Gullvorblóm
Gullvorblóm
Gullvorblóm
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is