Hulda - Úr ljóðinu Sorg Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
|
Ættkvísl |
|
Geranium |
|
|
|
Nafn |
|
sanguineum |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Blóðgresi |
|
|
|
Ætt |
|
Blágresisætt (Geraniaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Djúp purpurarauð, grunnur hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
10-20 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurt sem myndar brúska, með dálítið útbreidda jarðstöngla.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Grunnlauf fá, ekki jafn djúpskipt og stöngullaufin. Stöngullauf bogadregin að útlínum til, mjög djúpskipt í 5 til 7 mjóa flipa, lítið eitt tennt, skiptingin þríflipótt, ytri flipar útglenntir, 5-10 sm breið, sum axlablöð samvaxin. Blómskipunin útbreidd, kvíslskúfar ein-blóma, blómin oftast upprétt, 40 mm í þvermál, blómskipunarleggir 7 mm Bikarblöð 10 mm, oddur 3,5 mm. Krónublöð 21 x 17 mm, hjartalaga, oftast sýld, djúp purpurarauð, grunnur hvítur, æðar dýpri, frjóhnappar styttri en bikarblöðin, grunnur úttútnaður, oddar með sama lit og krónublöðin. Frjóhnappar bláir, stíll 5 mm, fræni 4,5 mm, rautt eða lifrautt. Ung aldin upprétt, leggir uppréttir, trjóna 30 mm, frævur 4,5 mm, fræjum slöngvað burt. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Evrópa, Kákasus, N Tyrkland. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting að vori eða hausti. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í beð, í breiður. |
|
|
|
Reynsla |
|
Harðgerð, mjög falleg en dálítið breytileg tegund. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Mörg yrki eru til, svo sem:
'Album' blómin hvít.
v. striatum Weston. Smávaxin jurt, blómin ljós lifrauð, með mjög áberandi æðar.
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|