Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Dianthus pavonius
Ættkvísl   Dianthus
     
Nafn   pavonius
     
Höfundur   Tausch.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Grasdrottning
     
Ætt   Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
     
Samheiti   D. neglectus Lois.; D. roysii í görðum.
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fagurrauður-fölbleikur.
     
Blómgunartími   Júlí-september.
     
Hæð   -15 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Grasdrottning
Vaxtarlag   Þétt þýfð, fjölær jurt, hárlaus allt að 15 sm hár, oftast grágrænn.
     
Lýsing   Grunnlauf allt að 4 sm, mjó bandlaga, langydd. Blóm stór, oftast stök en stöku sinnum 2 eða 3 saman. Bikar 1,2-1,5 sm, mjókkar uppávið. Utanbikarflipar 4, egglaga-sýllaga, ytra parið oft lengri en bikarinn. Krónutungan 1-1,5 sm, tennt, með skegg, fagurrauð til fölbleik, gulbrún neðan.
     
Heimkynni   SV Alpafjöll, Pyreneafjöll.
     
Jarðvegur   Þurr, sendinn, magur, það er undantekning en þessi tegund er álitin þrífast betur í hlutlausri til súrri garðamold
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í ker, í kanta, í hleðslur.
     
Reynsla   Harðgerð, hefur reynst þokkalega í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Grasdrottning
Grasdrottning
Grasdrottning
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is