Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Campanula rhomboidalis
Ćttkvísl   Campanula
     
Nafn   rhomboidalis
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Tígulklukka
     
Ćtt   Campanulaceae (Bláklukkućtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Purpurablár (hvítur)
     
Blómgunartími   Júlí-sept.
     
Hćđ   0.4-0.6 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Tígulklukka
Vaxtarlag   Uppréttur fjölćringur međ granna, lítt greinda jarđstöngla. Blómstönglar allt ađ 60 sm, kantađir, greinóttir ofan til, randhćrđir eđa hárlausir. Ţarf stuđning ţegar líđur á sumariđ.
     
Lýsing   Stofnstćđu laufin egg-lensulaga til tígullaga, bylgjuđ, tennt, legglöng. Visna fljótt. Stöngullauf egglaga til breiđlensulaga, ydd, tennt. Blómin fá, drúpandi og í klasa. Knúppar uppréttir. Bikarflipar bandlaga. Enginn aukabikar. Krónan allt ađ 2,4 sm, breiđbjöllulaga, djúp-purpurablá. Hýđi öfugkeilulaga, drúpandi, opnast međ götum neđst.
     
Heimkynni   Pýreneafjöll, V & S Alpafjöll
     
Jarđvegur   Léttur, framrćstur, frjór
     
Sjúkdómar   engir
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Skipting, sáning
     
Notkun/nytjar   Blómaengi, beđ
     
Reynsla   Tígulklukkan hefur veriđ áratugum saman í Lystigarđinum og ţrifist vel. Sáir sér talsvert svo betra er ađ hafa auga međ henni og halda aftur af henni. Falleg tegund og blómrík. Ţroskar frć reglulega.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Tígulklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is