Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Astragalus penduliflorus
Ættkvísl   Astragalus
     
Nafn   penduliflorus
     
Höfundur   Lam.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hengihnúta
     
Ætt   Ertublómaætt (Fabaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Skærgulur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   40-50 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 50 sm há. Stönglar uppréttir, dúnhærðir neðantil.
     
Lýsing   Lauf allt að 10 sm, smálauf allt að 0,5 sm í 7-15 pörum, oddbaugótt til aflöng-lensulaga, lítið eitt hærð bæði ofan og neðan. Blómklasar allt að 4 sm, þéttblóma, blómin allt að 20 talsins, bikar allt að 1 sm, pípulaga, tennur tígul-lensulaga. Krónan gul, fáni allt að 3 sm, snubbóttur, baksveigður, vængir allt að 1 sm, ná fram fyrir kjölinn. Aldin allt að 3 × 1,5 sm, egglaga, hloðflöt ofantil, mjög útflött við grunninn. með þétt svört hár, en verða hárlaus.
     
Heimkynni   Pyrenea-, Alpa-, Karpatafjöll og fleiri fjöll í N Evrópu
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, vel framræstur, djúpur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1986 og gróðursett í beð 1989, þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is