Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Aconitum lycoctonum ssp. neopolitanum
Ættkvísl   Aconitum
     
Nafn   lycoctonum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   ssp. neopolitanum
     
Höfundur undirteg.   (Ten.) Nyman.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gulhjálmur
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti   Aconitum lamarckii Rchb.
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulmengaður.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   80-120 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Gulhjálmur
Vaxtarlag   Rætur langar, Stönglar háir, uppréttir. Laufin meira eða minna kringlótt til breiðari en löng, djúp 5-7 flipótt, ljósgræn, hárlaus eða hærð ofan, æðastrengir oftast hærðir neðan, laufin eru með langan legg, með flipa sem eru klofnir meira en að miðju.
     
Lýsing   Blómskipun skúfur, endaklasar stórir og margblóma, blómin fjölmörg með gula slikju, blómleggir dúnhærðir. Hjálmurinn sívalur eða pokalaga, 3 x eða meir lengri en hann er breiður, oftast hærður á ytra borði, sporinn gormlaga. Fræhýði oftast 3, fræ sljó 4-hyrnd, brún eða fílabeinslit.
     
Heimkynni   S Evrópa (fjöll), Marokkó.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting að vori og hausti, haustsáning.
     
Notkun/nytjar   í skrautblómabeð, í þyrpingar, í blómaengi.
     
Reynsla   Harðgerður og fallegur, sjaldséður nema í grasagörðum og hjá einstöku safnara. Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, til annarar var sá1983, en hinnar 1990, þeirri eldri var plantað í beð 1986 og hinni 1991, báðar þrífast vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Gulhjálmur
Gulhjálmur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is