Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing) Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.
Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
|
Aconitum lycoctonum ssp. neopolitanum
Ættkvísl |
|
Aconitum |
|
|
|
Nafn |
|
lycoctonum |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
ssp. neopolitanum |
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
(Ten.) Nyman. |
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Gulhjálmur |
|
|
|
Ætt |
|
Sóleyjarætt (Ranunculaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Aconitum lamarckii Rchb. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulmengaður. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
80-120 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Rætur langar, Stönglar háir, uppréttir. Laufin meira eða minna kringlótt til breiðari en löng, djúp 5-7 flipótt, ljósgræn, hárlaus eða hærð ofan, æðastrengir oftast hærðir neðan, laufin eru með langan legg, með flipa sem eru klofnir meira en að miðju.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Blómskipun skúfur, endaklasar stórir og margblóma, blómin fjölmörg með gula slikju, blómleggir dúnhærðir. Hjálmurinn sívalur eða pokalaga, 3 x eða meir lengri en hann er breiður, oftast hærður á ytra borði, sporinn gormlaga. Fræhýði oftast 3, fræ sljó 4-hyrnd, brún eða fílabeinslit. |
|
|
|
Heimkynni |
|
S Evrópa (fjöll), Marokkó. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Djúpur, frjór, rakaheldinn. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
3 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting að vori og hausti, haustsáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
í skrautblómabeð, í þyrpingar, í blómaengi. |
|
|
|
Reynsla |
|
Harðgerður og fallegur, sjaldséður nema í grasagörðum og hjá einstöku safnara.
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, til annarar var sá1983, en hinnar 1990, þeirri eldri var plantað í beð 1986 og hinni 1991, báðar þrífast vel. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|