Hulda - Úr ljóðinu Sorg Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
|
Ættkvísl |
|
Tsuga |
|
|
|
Nafn |
|
mertensiana |
|
|
|
Höfundur |
|
(Bong.) Carr. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Fjallaþöll |
|
|
|
Ætt |
|
Þallarætt (Pinaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Sígrænt tré. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Grænn, gulur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Apríl. |
|
|
|
Hæð |
|
4-15(-45) m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Hægvaxta. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Tré sem verður um 30 m hátt í heimkynnum sínum, stundum hærri, krónan mjókeilulaga, greinar og ungar greinar grannar og slútandi. Toppsproti skástæður (ekki hangandi/slútandi eins og á marþöll). |
|
|
|
Lýsing |
|
Brum ydd, egglaga. Ungir sprotar rauðbrúnir, hærðir tvö fyrstu árin. Barrnálar allan hringinn á greinunum, bandlaga, 10-20 mm löng, 1-1,2 mm breið, snubbótt, kúpt ofan og oft líka með kjöl, næstum kringlótt í þversnið heilrend, loftaugarendur bæði ofan og neðan, grágræn til silfurhvít. Könglar legglausir, ílangir til sívalir, mjókka smám saman dálítið til beggja enda, 5-8 sm langir, 1 sm breiðir, blápurpura þegar þeir eru ungir. Köngulhreistur þunn, breiðari en þau eru löng, hærð, jaðrar óreglulega tenntir, fræ 5 mm löng, vængir 9 mm langir. Köngulhreistur sveigjast út og aftur þegar köngull opnast. Fræið fellur yfir veturinn en könglar að vori. |
|
|
|
Heimkynni |
|
V N-Ameríka frá suður Alaska til norður Monana , Idaho og Kaliforníu, í fjöllum á stöku stað með ströndinni. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Djúpur, sendinn, vel framræstur, rakur, frjór. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
4 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, 7 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, vetrargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í þyrpingar, stök tré, í blönduð beð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, önnur keypt 1985 og gróðursett í beð það ár, til hinnar var sáð 1999, gróðursett í beð 2007. Sú eldri kól af og til fyrstu árin en þrífst nú (2011) vel.
Þrífst þokkalega vel í Lystigarðinum en hefur ekki komið verulega vel út í skógrækt hérlendis en ætti að vera harðger miðað við útbreiðslusvæði. Þarf að vetrarskýla a.m.k. framan af aldri. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Nokkur yrki í ræktun USA. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|