Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Aronia × prunifolia
Ættkvísl   Aronia
     
Nafn   × prunifolia
     
Höfundur   (Schneid.) Gräbn.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Glóðarlauf
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól (síður hálfskuggi)
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hæð   1,5-2,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Blendigur Aronia arbutifolia og Aronia melanocarpa. Uppréttur runni. Setur töluvert af rótarskotum. Líkist meira A. arbutifolia, með lóhærðar ungar greinar en blómskipunin er með strjálli blóm.
     
Lýsing   Allt að 4 m hár runni í heimkynnum sínum. Blöðin gagnstæð, öfuglensulaga til egglaga, 8-10 sm á lengd, skærgræn á efra borði en fölari og aðeins dúnhærð á því neðra. Rauðir haustlitir. Bikar mjög mikið dúnhærður, venjulega ekki með kirtla á bikartannaoddunum. Aldin purpura eða purpurasvört, 8 mm í þvermál, standa nokkuð lengi á runnanum.
     
Heimkynni   Austur N Ameríka.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalvökvun, vökvið reglulega og ekki of mikið. Þolir þurrka.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z3-4
     
Heimildir   = 1, http://davesgarden.com
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Stakstæður runni, í skrautrunnabeð.
     
Reynsla   Ekki í Lystigarðinum. Lítt reynd hér enn sem komið er en lofar góðu.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is