Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Vaccinium vitis-idaea
Ættkvísl   Vaccinium
     
Nafn   vitis-idaea
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rauðberjalyng
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur til bleikur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   10-30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Rauðberjalyng
Vaxtarlag   Líkist sortulyngi, uppsveigðar greinar, jarðlæg.
     
Lýsing   Skriðull runni, 10-30 sm hár, sígrænn. Lauf 1-1,5 sm, öfugegglaga til egglaga og snubbótt, oft framjöðruð. Glansandi græn á efra borði, ljósgrænni og með dökkar doppur á neðra borði, leðurkennd. Blómin í klösum nálægt toppi greinanna, lítil. Bikar 4-5 flipóttur. Króna bjöllulaga, hvít til bleik. 4-5 flipótt, fremur stór. Ber hnöttótt, 6 mm, skærrauð, æt.
     
Heimkynni   Heimskautaplanta – pólhverf. N Evrasía, Japan, N Ameríka
     
Jarðvegur   Rakur, súr jarðvegur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1, http://bolt.lakeheadu.ca, http://www.gardenology.org
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í náttúrulega garða, í beðkanta.
     
Reynsla   Nokkrar plöntur af erlendum uppruna eru til í Lystigarðinum. Yfirleitt ekkert kal gegnum árin, engin blóm.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Plantan er aðeins hálfrunnkennd, en heldur laufum sínum yfir veturinn, jafnvel yfir kaldasta tíma ársins, en það er óvenjulegt fyrir plöntur sem eru ekki barrplöntur, þó að snjórinn skýli þeim venjulega gegn miklum kuldum. Rauðberjalyngið er mjög harðgert, þolir -40°C eða meira frost, en vex illa þar sem sumrin eru heit. Það kýs heldur nokkurn skugga (svo sem skógþekju) og stöðugt rakan, súran jarðveg. Þolir magran jarðveg, en ekki kalkríkan. Vex á þúfum í mýrum, rökum skógum, hrjóstrugum klöppum, opnum brekkum, mjög algeng ofan trjálínu í Kanada.
     
Rauðberjalyng
Rauðberjalyng
Rauðberjalyng
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is