Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Tulipa fosteriana
Ættkvísl   Tulipa
     
Nafn   fosteriana
     
Höfundur   Hoog ex W. Irv.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Eldtúlípani
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Laukur (15)
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Eldrauður/gul rönd.
     
Blómgunartími   Maí.
     
Hæð   15-50 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Eldtúlípani
Vaxtarlag   Laukar 2-6 sm í þvermál, egglaga, laukhýði svarbrúnt, leðurkennt, með þétta líningu af grófu, gullnu hári.
     
Lýsing   Blómstönglar 15-50 sm háir með bleika slikju, stundum hærðir. Lauf 30 x 16 sm, 3-5 talsins, með löngu millibili, aflöng eða breiðegglaga, gljáandi græn, dúnhærð ofan. Blómin stök, með daufan ilm, blómhlífarblöð 18 x 8,5 sm, glansandi skærrauð, lang-egglaga til mjó-tígullaga til breiðlensulaga, oddur dúnhærður. Grunnflekkur svartur, blævængslaga eða 2-3 odda, jaðrar gulir. Frjóþræðir hárlausir, svartir, þríhyrndir. Frjóhnappar svart-fjólubláir, frjó purpurabrúnt eða gult.
     
Heimkynni   Uzbekistan, Tadjikistan.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Hliðarlaukar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Steinhæðir og skýld skrautblómabeð.
     
Reynsla   Meðalharðgerð laukjurt, fremur skammlíf yfirleitt.
     
Yrki og undirteg.   'Yellow Emperor', 'Red Emperor' og 'White Emperor' eru blendingar með dílatúlipana (T. greigii).
     
Útbreiðsla  
     
Eldtúlípani
Eldtúlípani
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is