Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Tsuga caroliniana
Ættkvísl   Tsuga
     
Nafn   caroliniana
     
Höfundur   Engelm.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fagurþöll
     
Ætt   Þallarætt (Pinaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni eða lítið tré.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi eða sól.
     
Blómlitur   Grænn, gulur.
     
Blómgunartími   Apríl.
     
Hæð   Allt að 15 m
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta.
     
 
Fagurþöll
Vaxtarlag   Tré allt að 15 m hátt í heimkynnum sínum, stundum líka hærri. Krónan er keilulaga, þétt, greinar grannar, uppréttar, ársprotar glansandi gráir eða ljós gulbrúnir, með stutt hár, (stundum aðeins í hrukkunum).
     
Lýsing   Brumin kúlu-egglaga. Barrið bandlaga, 15-20 mm löng, 1,5-2 mm breið, heilrend, eða ör-sjaldan ógreinilega tennt í efri hluta kanta barrsins, bogadregin ofan eða næstum þverstýfð, sjaldan lítillega framjaðrað. Á neðra borði eru tvær hítar loftaugarákir. Könglar legglausir, lang-sívalir, 20-35 mm langir. Köngulhreistur fínhærð neðst, næstum kringlótt, um miðjuna og efst meira egglaga og lengri en þau eru breið. Fræ 4 mm löng, með 13-14 mm langan væng.&
     
Heimkynni   N-Ameríka (SV Virginia til N Georgiu).
     
Jarðvegur   Djúpur, léttur, helst vel framræstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1, 7
     
Fjölgun   Sáning, síðsumargræðlingar, vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í sígræn beð, skuggamegin.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem keypt var 1985 og gróðursett í beð það ár. Kól af og til fyrstu árin en þrífst nú (2011) vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Fagurþöll
Fagurþöll
Fagurþöll
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is