Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Trollius x cultorum
Ættkvísl   Trollius
     
Nafn   x cultorum
     
Höfundur   Bergmans.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Garða eða Blendingsgullhnappur
     
Ætt   Ranunculaceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   fjölær
     
Kjörlendi   sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   dökkgulur, rauðgulur og fl.
     
Blómgunartími   júní-júlí
     
Hæð   0.4-1m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   blendingar milli Asíuhnapps og Gullhnapps, mikið ræktaðir
     
Lýsing   blómin svipuð blómunum á gullhnappi að lögun en liturinn líkist meira asíshnapp Þe. yl. dekkri en á gullhnapp blöðin handskipt, langstilkuð
     
Heimkynni   Garðablendingur
     
Jarðvegur   djúpur, frjór, meðalrakur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   skipting, haustsáning
     
Notkun/nytjar   undirgróður, blómaengi, beð
     
Reynsla   Meðalharðger-harðger. Betra en Trollius x hybridum sem er eins konar samheiti líka. Blendingar T. europaeus, asiaticus & chinensis (ca. 20 cv)
     
Yrki og undirteg.   'Earliest of All', 'Etna', 'Fire Globe', 'Goldquelle', 'Golden Queen', 'Orange Globe', 'Orange Princess' ofl.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is