Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Thalictrum aquilegifolium
Ættkvísl   Thalictrum
     
Nafn   aquilegifolium
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Freyjugras
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Purpuralitir, hvítur eða bleikur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   - 100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Freyjugras
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 100 sm há með stuttan jarðstöngul. Lauf 2-3 fjaðurskipt, hárlaus, smálauf allt að 3 sm eða lengri, öfugegglaga, bogtennt og með axlablöð.
     
Lýsing   Blóm stundum einkynja, mörg stórum skúf. Bikarblöðin grænhvít, um 4 mm. Fræflar lengri en bikarblöðin, uppréttir, frjóþræðir kylfulaga, oftast purpuralitir, stundum hvítir eða bleikir. Hnetur með vængi, legglangar, hangandi.
     
Heimkynni   Evrópa og tempraði hluti Asíu.
     
Jarðvegur   Léttur, meðalrakur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1, 2, HHP
     
Fjölgun   Skipting, sáning (fræið lengi að spíra).
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, í fjölæringabeð, í þyrpingar, í blómaengi.
     
Reynsla   Harðgerð jurt sem þarf yfirleitt ekki uppbindingu.
     
Yrki og undirteg.   Ýmis yrki eru til svo sem 'Album' með hvít blóm, 'Purpurcloud' með dökkpurpura blóm, 'Roseum með lillableik blóm.
     
Útbreiðsla  
     
Freyjugras
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is