Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Spiraea × arguta
Ættkvísl   Spiraea
     
Nafn   × arguta
     
Höfundur   Zab.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Brúðarkvistur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hreinhvítur
     
Blómgunartími   júlí
     
Hæð   1-2m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Þéttur, fíngerður runni, grannar, brúnar, bogsveigðar, dúnhærðar greinar.
     
Lýsing   Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 2 m hár, bogadreginn í laginu, kjarróttur, stór og mikill. Greinar mjög grannar í fögrum bogum. Laufið allt að 4×1,3 sm, öfuglensulaga, ydd, ljósgræn, jaðrar gróftenntir og oftast tvísagtenntir, hárlaus á efra borði, dúnhærð á neðra borði í fyrstu. Blóm 5 mm í þvermál, snjóhvít, í þéttum hálfsveipum. Blómleggir grannir, 13 mm langir, hárlausir.
     
Heimkynni   Garðablendingur (S. × multiflora Zab. × S.thunbergii Sieb. ex Bl.)
     
Jarðvegur   Meðalrakur (jafn raki), nægjusöm.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í limgerði, í þyrpingar, í beð og sem stakstæðir runnar.
     
Reynsla   Ekki til í Lystigarðinum. Meðalharðgerður-harðgerður. Þolir vel þurrk (Ásg. Sv.), grisja reglulega.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is