Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Spiraea mollifolia
Ættkvísl   Spiraea
     
Nafn   mollifolia
     
Höfundur   Rehd.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Loðkvistur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   1-2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi, uppréttur runni sem verður allt að 2 m hár. Smágreinar eru drúpandi, greinilega kantaðar, rauð-purpura, þétt silkihærðar þegar þær eru ungar.
     
Lýsing   Lauf 1-2 sm, oddbaugótt-öfugegglaga til aflöng, stundum dálítið tennt í oddinn, öll þétt-silkihærð. Blómin hvít, 8 mm í þvermál, í dúnhærðum sveipum sem eru 2-5 sm í þvermál. Sveipirnir eru á stuttum, laufóttum leggjum. Fræflar uppréttir og dúnhærðir. Líkur kínakvisti (S. gemmata Zab.) en auðvelt er að greina loðkvistinn frá honum á dúnhæringunni sem er alls staðar á loðkvistinum.
     
Heimkynni   V Kína (Sichuan).
     
Jarðvegur   Meðalrakur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Sem stakstæður runni, í raðir, í þyrpingar, í beð og sem óklippt limgerði.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1992 eru stórvaxnar og blómstra árlega og ein aðkeypt 1999, sem vex vel. Harðgerðar, grisja þarf reglulega.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is