Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Spiraea media
Ættkvísl   Spiraea
     
Nafn   media
     
Höfundur   Schmidt.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Garðakvistur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól, (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   1-1,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Garðakvistur
Vaxtarlag   Líkur bjarkeyjarkvisti (S. chamaedryfolia) en með sívalar greinar sem eru uppréttari og þéttstæðari. Lauffellandi runni allt að 1,5 m hár með brúnleitar til brúnar greinar, hærðar í fyrstu.
     
Lýsing   Lauf allt að 5×1,25-2 sm, breið-oddbaugótt til egglaga-aflöng, snubbótt, lítið eitt dúnhærð eða grá-lóhærð neðan í fyrstu, heilrend eða 6-8 tennt við oddinn. Blómin allt að 8 mm í þvermál, hvít eða fölgul, í hálfhnöttóttum, margblóma klasa allt að 4 sm löngum á enda laufótts sprota, stundum nokkrir saman eins og litlir skúfar, blómbotn 2 mm, bikarblöð 1 mm, baksveigð, krónublöð 3 mm, kringlótt, fræflar lengri en krónublöðin. Aldin hárlaus eða lítið eitt dúnhærð.
     
Heimkynni   A Evrópa til NA Asíu.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, frjór, sendinn, þolir illa kalkríkan jarðveg.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í óklippt limgerði, í raðir, sem stakstæðir runnar, í þyrpingar, aftarlega í beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til allmargir runnar af garðakvisti, sem sáð hefur verið til frá 1979 til 1996. Þeir þrífast vel, sumir orðnir 2 m háir. Blómstra árlega nema þeir hafi orðið undir öðrum gróðri og lent í of miklum skugga. Þeir eru með fallega skærgula haustliti. Harðgerður runni, grisja þarf reglulega til að þétta og endurnýja vöxt því hann verður fremur ber neðan til með árunum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Garðakvistur
Garðakvistur
Garðakvistur
Garðakvistur
Garðakvistur
Garðakvistur
Garðakvistur
Garðakvistur
Garðakvistur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is