Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Sorbus rufoferruginea
Ćttkvísl   Sorbus
     
Nafn   rufoferruginea
     
Höfundur   (Schneid.) Schneid.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Járnreynir
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti   Sorbus commixta Hedl. v. ferruginea C.K.Schneid.
     
Lífsform   Lauffellandi runni-lítiđ tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hćđ   -7 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Járnreynir
Vaxtarlag   Lítiđ tré sem líkist S. commixta, frábrugđin ađ ţví leit ađ brumin eru međ brúna hćringu, ásamt lauflegg og miđstreng á neđra borđi.
     
Lýsing   Aldin lítil, appelsínugul-rauđ, koma síđsumars og hanga á trénu allan veturinn.
     
Heimkynni   Japan.
     
Jarđvegur   Djúpur, frjór, rakur-međalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1, https://www.salisbury.edu/arboretum/SUArbor/Trees/SoRu/SoRu.html,
     
Fjölgun   Sáning, sumargrćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í ţyrpingar, sem stakstćtt tré.
     
Reynsla   Allharđgerđur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Járnreynir
Járnreynir
Járnreynir
Járnreynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is