Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Sorbus pluripinnata
Ættkvísl   Sorbus
     
Nafn   pluripinnata
     
Höfundur   (Schneid.) Koehne.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Blöðkureynir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni-lítið tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   -6m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Blöðkureynir
Vaxtarlag   Minnir á ljósareyni (Sorbus scalaris), en laufin eru minni og þéttari og blómskipunin er minni. Ársprotar, lauf og laufleggir eru með gráa lóhæringu.
     
Lýsing   Laufin eru 8-12 sm, smálaufin 21-25, bandlensulaga, oddur bogadreginn til nokkuð yddur og sagtenntur, grunnur skakkur, dökkgræn og hárlaus ofan, blágrá-lóhærð neðan. Blómin smá, í 5-8 sm breiðum þyrpingum á stuttum lóhærðum leggjum. Aldin 0,5 sm, egglaga, rauð.
     
Heimkynni   Kína (Sichuan).
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, rakur-meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, sem stakstæð tré.
     
Reynsla   Meðalharðgerður.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Blöðkureynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is