Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Sorbus commixta
Ćttkvísl   Sorbus
     
Nafn   commixta
     
Höfundur   Hedl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallareynir
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti   Pyrus commixta (Hedl.) Asch. & Graebn. Sorbus japonica (Maxim.) Koehne Pyrus aucuparia var. japonica Maxim. ex Franch. & Sav. Sorbus commixta var. typica C.K.Schneid.
     
Lífsform   Lauffellandi runni-tré.
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hćđ   -7 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Fjallareynir
Vaxtarlag   Ýmist runni eđa lítiđ tré, allt ađ 7 m á hćđ eđa hćrri, uppréttur í fyrstu, 4 m á breidd en getur orđiđ allt ađ 15 m í heimkynnum sínum. Brum límug, keilulaga, grćn-rauđir til rauđir, meira eđa minna hárlaus nema á oddinn og jöđrum hreistra eru ţau međ ryđrauđ hár. Ársprotar rauđbrúnir, hárlausir eđa lítiđ eitt dúnhćrđir.
     
Lýsing   Laufin stakfjöđruđ, 15-20 sm löng, laufleggir 3-5 sm, hárlausir eđa ţví sem nćst, smálaufin 9-15, lensulaga til mjó egglaga-aflöng, 3-7 sm löng, 1-2,5 sm breiđ, lang-odddregin til odddregin, hárlaus eđa ţví sem nćst, ljós eđa hvítleit og stundum dálítiđ dúnhćrđa á ađalstrengnum á neđra borđi, međ langyddar tennur, hliđaćđasrengirnir grannir. Blómskipunin 5-10 sm í ţvermál, ţéttblóma og margblóma, hárlaus eđa međ strjála, brúna dúnhćringu um blómatímann, er orđin hárlaus ţegar frćin hafa ţroskast. Blómin hvít, 6-8 mm í ţvermál, bikar hárlaus, tennurnar uppréttar eđa ögn innsveigđar ţegar aldiniđ hefur ţroskst. Krónublöđin útstćđ, nćstum kringlótt, međ stutta nögl, oft međ strjála hćringu viđ grunninn á innra borđi, jafn löng og frćflarnir. Berin rauđ, 4-5 mm í ţvermál, hnöttótt. 2n = 34
     
Heimkynni   Kórea, Japan.
     
Jarđvegur   Frjór, framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1, 2, 16
     
Fjölgun   Sáning, sumargrćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í ţyrpingar, í skrautrunnabeđ. Hentar vel í litla garđa. Flottir haustlitir.
     
Reynsla   Hefur reynst afar vel í garđinum ţađ sem af er. Elstu númerin eru 84574 í N6-E03 & N6-G03, gróđursett 1988 frá Ĺs AgrU 1984 og 86735 í F1-G01 gróđursett 1992 og sama númer í A4-B07 gróđursett 1997, kom sem nr. 199 frá Göteborg HB 1985. Ţessi númer hafa reynst ákaflega vel og kala nánast ekkert alveg frá byrjun.
     
Yrki og undirteg.   Sorbus commixta 'Serotina' er í uppeldi. Lauf međ 15-17 skarptenntum smáblöđum sem verđa eldrauđ ađ hausti. Aldin lítil, orange-rauđ.
     
Útbreiđsla  
     
Fjallareynir
Fjallareynir
Fjallareynir
Fjallareynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is