Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Sorbus chamaemespilus
Ćttkvísl   Sorbus
     
Nafn   chamaemespilus
     
Höfundur   (L.) Crantz.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gljáreynir
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti   Pyrus chamaemespilus (L.) Lindl., Pyrus chamaemespilus (L.) Ehrh., Pyrus cordata auct. balcan.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Ljósbleikur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hćđ   1-2 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Gljáreynir
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, 1-2 m á hćđ. Greinar ögn hćrđar í fyrstu en verđa síđar rauđbrúnar og hárlausar
     
Lýsing   Lauf 3-7 sm, oddbaugótt, ydd eđa snubbótt, fíntennt, leđurkennd, dökkgrćn á efra borđi, gulgrćn á neđra borđi, hárlaus og međ dálítinn hárflóka, međ 6-9 ćđastrengja. Blóm ljósbleik í ţéttum hálfsveip, allt ađ 3 sm í ţvermál. Mjó, upprétt krónublöđ. Aldinin egglaga, rauđ.
     
Heimkynni   Fjöll í M Evrópu, vex ţar í skóglendi, grýttum hlíđum og klettum upp í 2500 m hćđ.
     
Jarđvegur   Djúpur, frjór, međalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Haustsáning, sumargrćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í ţypingar, í beđ.
     
Reynsla   Harđgerđur, kelur lítiđ sem ekkert flest ár en á ţađ til ađ kala ađeins einstöku ár. Elstu eintök eru 78285 í E5-F05, gróđursett 1984, kom sem nr. 2423 frá Oslo HBU 1977. Einnig má nefna 84573 í S12-08, gróđursett 1990 frá Champex-Lac HB Alp 1983. Bćđi ţessi númer kala lítiđ sem ekkert sé tekiđ međaltal 10 ára.
     
Yrki og undirteg.   Sorbus chamaemespilus v. sudetica (Tausch) Wenz er međ egglaga og stćrra lauf en ađaltegundin, djúpsagtennt, ćđastrengjapör 7-10, ţétthćrđ í fyrstu en síđar lítt eđa ekki hćrđ, blómin stćrri og aldin um 1 sm í ţvermál. Heimk.: N Tékkland, V Ţýskaland (= 1) Súdetareynir nr 78270 í B7-06 gróđursett 1984. Kelur ekki mikiđ en er forljótur í vexti (vex reyndar í of miklum skugga).
     
Útbreiđsla  
     
Gljáreynir
Gljáreynir
Gljáreynir
Gljáreynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is