Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Sedum aizoon
Ættkvísl   Sedum
     
Nafn   aizoon
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gullhnoðri
     
Ætt   Hnoðraætt (Crassulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gullgulur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   30-40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Gullhnoðri
Vaxtarlag   Fjölær jurt, 30-40 sm há. Rætur minna á gulrætur. Stönglar fáir, uppréttir, yfirleitt ógreindir.
     
Lýsing   Kaufin 50-80 x 18-25 mm, stakstæð, aflöng-lensulaga, legglaus, mðrifið áberandi á neðra borði, jaðrar gróf og óreglulega tenntir. Blómskipunin í þéttum, flötum, samsetum skúf, blómin mörg. Bikarblöð 5, mjókka ó odd. Krónublöðin 7-10 mm, 5 talsins, mjó, oddbaugótt til lensulaga, gullgul. Fræflar 10 talsins.
     
Heimkynni   Asía, hefur numið land í N og M Evrópu.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beð, í hleðslur, í kanta.
     
Reynsla   Harðgerður og fallegur sérstaklega S. a. ssp. maximowiczii (dökkgrænn).
     
Yrki og undirteg.   ssp. maximowiczii er stærri með dökkgræn blöð, rauðleita stöngla og dökkgul blóm í stórri og þéttri blómskipum. 'Aurantiacum' fallegt yrki og harðgert.
     
Útbreiðsla  
     
Gullhnoðri
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is