Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Saxifraga x geum
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   x geum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skógarsteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt, sígræn.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur / rauðar+gular dröfnur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   20-30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Náttúrulegur blendingur skuggasteinbrjóts og dúnsteinbrjóts (S. umbrosa x S. hirsuta) skv. RHS og EGF. Er frábrugðin foreldrunum að því leyti að laufleggurinn er lengri en aflöng blaðkan, með hár aðeins á jöðrum leggsins og aðeins fáein, mjög strjál hár eru á efra borði blöðkunnar, jaðrar eru bogtenntir. blaðstilkar hærðir
     
Lýsing   Lauf nýrlaga, bogtennt, rauðleit á neðra borði, þverstýfð í grunninn. Blóm um það bil 20 talsins í samsettum klasa.
     
Heimkynni   Pyreneafjöll, nátturulegur blendingur.
     
Jarðvegur   Frjór, fremur rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, í beð, í þekju, þekur vel.
     
Reynsla   Harðgerð og góð garðplanta sem hefur verið lengi í ræktun í Lystigarðinum. (F1 - frá 1992)
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is