Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Saxifraga x apiculata
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   x apiculata
     
Höfundur   Engl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Nálasteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær, sígræn jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   10 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Blendingur mjallarsteinbrjóts (S. marginata) og helgisteinbrjóts (S. sancta). Þéttar blaðhvirfingar, vex ekki mjög hratt. Myndar góðar breiður með tímanum.
     
Lýsing   Lauf að 12 mm, band-lensulaga, snubbótt, heilrend, grágræn með dálitlar kalkútfellingar, í þéttum blaðhvirfingum. Blómskipunin 10-12 blóma skúfur, blómin allt að 8 mm í þvermál, gul.
     
Heimkynni   Blendingur.
     
Jarðvegur   Jafnrakur, ekki of frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beð.
     
Reynsla   Hefur staðið sig vel hérlendis og allvíða í ræktun.
     
Yrki og undirteg.   'Alba' er með hvít blóm. 'Albert Einstein' er harðgerð planta, kröftug með dökkgrænar blaðhvirfingar. 'George Mendel' er með fölgul blóm og glansandi, ljógrænar blaðhvirfingar. 'Primrose Bee' er með opnar, flatar blaðhvirfingar, glansandi, ljósgræn lauf, blómin stór og fölgul. 'Spartakus' er kraftmikil planta, blaðhvirfingar eru þyrnóttar, dökkgræn, lauf er með áberandi kalkútfellingar.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is