Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Saxifraga rotundifolia
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   rotundifolia
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dröfnusteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti   S. repanda Willd. ex Sternb.
     
Lífsform   Fjölær jurt, sígræn.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur með rauðpurpura doppur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   30-70 sm (-100 sm).
     
Vaxtarhraði  
     
 
Dröfnusteinbrjótur
Vaxtarlag   Með jarðstöngla, myndar þyrpingar af laufóttum sprotum, blaðhvirfingar gisnar.
     
Lýsing   Laufblaðkan 1,7-4,5 x 3-8,5 sm, nýrlaga til kringlótt, hjartalaga við grunninn, jaðar með tungur, tennt eða hvasstennt eða handskipt. Blaðleggir 4-18 sm. Blómstilkar 15-70(-100) sm, krónublöð 6-11 x 2,5-5 mm, mjóaflöng til breiðoddbaugótt, mjókkar í stutta nögl, hvít, oftast með rauðpurpura doppur um miðjuna, appelsínugul til gul við grunninn.
     
Heimkynni   Fjöll M & S Evrópu, Kákasus, SV Asía.
     
Jarðvegur   Þolir vel raka, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beð.
     
Reynsla   Harðgerð planta. Ræktaður í LA frá 1957 eða lengur.
     
Yrki og undirteg.   ssp. rotundifolia. Lauf með mjóan en áberandi gegnsæjan kant. === ssp. chrysosplenifolia (Boiss.) D.A. Webb. Balkansteinbrjótur. Blaðstilkur breikkar að blöðkunni sem er hjartalaga en hefur ekki glæran kant og er venjulega kögurhærð. --- var. heucherifolia (Griseb. & Schenk) Engl. Blóm bollalaga, krónublöð að 11 mm, mjög dröfnótt.
     
Útbreiðsla  
     
Dröfnusteinbrjótur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is