Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.
|
Ættkvísl |
|
Saxifraga |
|
|
|
Nafn |
|
manschuriensis |
|
|
|
Höfundur |
|
(Engl.) Komar. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Eyrarsteinbrjótur |
|
|
|
Ætt |
|
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Ljósbleikur - hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
20-35 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Þétt og fallegt vaxtarlag. Laufblaðkan 4-7 x 6-8 sm, nýrlaga til næstum krinlótt, grunnur djúphjartaskertur, jaðrar reglulega og gróftenntir eða bogtenntir. Laufleggur 1,5-2,5 x lengri en blaðkan, kirtildúnhærður. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómstönglar kirtilhærðir, með hrokkið hár, 15-35 sm, greinóttir í toppinn eða mynda fremur þéttan skúf. Blóm með 6-8 krónublöð. Krónublöð hvít, 2,5-3 x ca 1 mm með 1 æð, mjó-aflöng-öfuglensulaga eða oddbaugótt. Bikarblöð 7 (eða 8), aftursveigð, hárlaus beggja vegna. Frævlar 11-13, 1,3-4,5mm, ná út úr krónu. Frjóhnappar kylfulaga. |
|
|
|
Heimkynni |
|
N Kína, Kórea, Rússland. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Rakur, vel framræstur, meðalfrjór. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
1,2 + kínverska flóran |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í beð, í kanta, sem undirgróður. |
|
|
|
Reynsla |
|
Hefur reynst ágætlega í Lystigarðinum. Var sáð í Lystigarðinum 1986 og gróðursett í N1-F28 1988. Þarf mikla vökvun yfir vaxtartímann. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|