Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Salix lapponum
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   lapponum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lappavíðir
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Frjóhnappar purpurarauðir.
     
Blómgunartími   Apríl.
     
Hæð   60-150 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Lappavíðir
Vaxtarlag   Lágvaxinn, þéttgreindur runni, 50-150 sm hár. Ársprotar grannir, hærðir í fyrstu, verða hárlausir með aldrinum, dökkrauðbrúnir, gljáandi.
     
Lýsing   Laufin 2,5-6 sm, lensulaga-egglaga, flest við enda greinanna, ólífugræn, dúnhærð ofan, grálóhærð neðan, heilrend, laufleggur 1 sm langur. Axlablöð lítil, skammæ. Reklar þéttir, 2-4 x 1-1,5 sm, stinnir, legglausir, koma á undan laufunum, er með skammæ lauf við grunninn. Eggleg löng, hærð. Fræflar 2, ekki samvaxnir.&
     
Heimkynni   N Evrópa til N Asíu.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, fremur magur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z3
     
Heimildir   = 1, www.mountainwoodlands.org/downy-willow.asp, www.missouribotanicalgarden.org/PlantFinderDetails.aspx?taxonid=286800&isprofile=0&
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í limgerði, sem stakstæð planta, í beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein gömul planta, önnur frá 1978 sem gróðursett var í beð 1994 og tvær plöntur komnar úr gróðrarstöð 1990. Harðgerðar plöntur sem dafna vel í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lappavíðir
Lappavíðir
Lappavíðir
Lappavíðir
Lappavíðir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is