Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Antennaria dioica
Ættkvísl   Antennaria
     
Nafn   dioica
     
Höfundur   (L.) Gaertn.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Garðalójurt
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt, sígræn.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulhvítur, rósrauður, dökkrauður.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   10-20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Jarðlægir, greinóttar ofanjarðarenglur sem skjóta rótum, mynda breiður.
     
Lýsing   Sérbýli. Fjölæringur sem myndar breiðu, oft þétt-lóhærður, allt að 20 sm hár og er með ofanjarðarrenglur. Grunnlauf allt að 4 x 1 sm, spaðalaga snubbótt, broddydd eða framjöðruð þétt hvít lóhærð neðan meira eða minna hárlaus á efra borði. Stöngullauf fá, lensulaga til bandlaga. Körfur næstum legglausar, stöku sinnum með stuttan legg, 2-15 saman í þyrpingu, stoðblöð græn-brún, efri hlutinn minnir á laufblöð, bleik-hvítur Kvenstoðblöð aflöng-egglaga, karlstoðblöð öfugegglaga. Fræhnotin oddbaugótt, grábrún, oddur með ógreindt hár.
     
Heimkynni   Evrópa, N Asía, N Ameríka
     
Jarðvegur   Jarðvegur þurr, sendinn, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1, http://www.luontoðortti.com
     
Fjölgun   Skipting, sáning (Sérbýlisjurt, körfur karlplanta eru kúlulaga en körfur kvenplantna aflangar, karlar fallegri garðplöntur)
     
Notkun/nytjar   Í breiður, kanta, hleðslur, beð, stéttar, klappir, yfir lauka.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er ein planta gömul planta og plöntur sem sáð var til 1991 og 2010, þrífast mjög vel. -- Harðgerð og auðræktuð tegund, myndar fljótt fallegar breiður, góð í steinhæðaplanta eða sem hlíf yfir smálaukum (H. Sig.)
     
Yrki og undirteg.   v. hyperborea (D.Don.) DC. Laufin breiðari, öll þétt-lókærð. ‘Nyewood’ Þéttvaxin, blómin djúp rósbleik. ‘Rosea’ Blómin rósbleik. ‘Rubra’ Blómin dökkrauð.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is